Fyrsti laxinn veiddist í Vatnsdalsá í morgun og sett var í fleiri. Opnun fór rólega af stað eins og svo víða í sumar. Flestir leigutakar horfa nú til þess að sterkar smálaxagöngur bjargi þessu sumri.
Fyrsti laxinn í Vatnsdal veiddist í Hólakvörn og mældist hann 86 sentímetrar og var veiðimaður Gréta Haraldsdóttir. Fiskurinn tók Haug númer 12. Björn K. Rúnarsson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst að sett hefði verið í fleiri fiska og einnig hefðu sést fiskar á ýmsum stöðum. Hann segist eiga von á því að þetta hressist með komu smálaxins.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |