Jóhann Davíð Snorrason, framkvæmdastjóri Kolskeggs, sem leigir og rekur Eystri–Rangá, Hólsá, Þverá og Affallið birti í dag pistil inni á heimasíðu félagsins, kolskeggur.is. Pistillinn er afar hreinskilinn og segir í raun það sem margir veiðimenn eru að hugsa þessa dagana. Meðal annars veltir Jóhann upp þeirri stóru spurningu, hvort laxaguðinn hafi yfirgefið okkur veiðimenn.
Það er svo sem ekki útséð með þessa vertíð og stór Jónsmessustraumur er síðar í vikunni og margir binda vonir við að þá byrji ballið. En pistill Jóhanns er áhugaverð lesning. Birtist hann í heild sinni hér að neðan.
„Það eru ekki alltaf jólin í laxveiðinni það er öldungis víst en veðrið hérna í vor hefur þó frekar minnt á blessaða vetrarhátíðina en sumarsælu. Við verðum bara að segja það eins og það er, þetta hefur verið hálfgert hörmungarhark hingað til. Hólsáin sem var búinn að gefa hátt í 40 laxa um þetta leiti í fyrra er núna í tveimur löxum, Eystri Rangá er að gefa þetta frá 0-3 löxum á dag en oftar nær fyrri tölunni. Ytri Rangá hefur þegar þetta er skrifað ekki enn gefið lax!
Og það eru ekki bara árnar í Rangárþingi sem eru seinar til leiks heldur má yfirfæra þessa óáran og aflatregðu á allt landið nema blessaðan Urriðafossinn sem virðist lúta öðrum lögmálum. En hvað veldur? Hefur laxaguðinn yfirgefið oss?
Líklega og mikið rosalega vonandi ekki. Þetta vor er búið að vera óvenjukalt og sumarið í framhaldi af því. Allar líkur eru á að laxinn sé hreinlega sirka tveimur – þremur vikum of seinn í partýið þetta sumarið. Nú er spáð hlýnandi veðri og svo er sjálfur Jónsmessustraumurinn nú í vikunni, þetta hlýtur að koma þá!
Við gefumst alltént ekki upp þó hægt fari af stað heldur horfum fram á við með bjartari tíð í vændum og árnar bláar af laxi.
Á myndinni má sjá Jónas K. Jóhannsson með einn glæsilegan úr Eystri, þeir koma vel haldnir úr hafi!“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |