Hrygna sem mælist 107 sentímetrar gekk í Laugardalsá í nótt, nokkru eftir miðnætti. Mælingin er nákvæm og sjá má myndskeið af þessum tignarlega laxi, sem fylgir með fréttinni. Hin stórvaxna hrygna var ekkert að flýta sér í gegnum teljarann og dólaði í rólegheitum á vit æskustöðvanna.
Nokkru síðar gekk 86 sentímetra hrygna í gegnum sama teljara og var engu líkara en þar væri smálax á ferð.
Laxastofninn í Laugardalsá sem rennur í Ísafjarðardjúp getur orðið afar stórvaxinn. 9. júlí 2019 greindum við frá því að tveir hængar hefðu gengið í gegnum þennan sama teljara og mældist sá minni 105 sentímetrar en sá stærri hvorki meira né minna en 111 sentímetrar. Það er klárlega 30 punda lax.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |