Brauðterta og banastuð í Laxá

Sara Pétursdóttir með hina árlegu brauðtertu í opnunarholli í Laxá …
Sara Pétursdóttir með hina árlegu brauðtertu í opnunarholli í Laxá í Dölum. Stefán Sigurðsson svaf ekki vegna spennings yfir brauðtertunni. Ljósmynd/HHÞ

Gleðin hefur verið við völd í Laxá í Dölum á opnunardegi. Fyrri vaktin gaf þrjá laxa og einn var misstur. Eins og sjá mátti á Sporðaköstum fyrr í dag var dagurinn dansaður í gang strax klukkan sjö í morgun.

Fyrstu laxarnir veiddust í Lambastaðakvörn upp úr klukkan tíu í morgun. Þar lönduðu Harpa Hlín Þórðardóttir og Stefán Sigurðsson fyrstu þremur löxunum og misstu þann fjórða. Þessir laxar tóku allir Sunray á strippi.

Fjör í Lambastaðakvörn klukkan tíu í morgun. Fyrsti Dalalaxinn kominn …
Fjör í Lambastaðakvörn klukkan tíu í morgun. Fyrsti Dalalaxinn kominn á land. Ljósmynd/HHÞ

„Félagar okkar sáu fiska í morgun í Neðri–Kistu og í Mjóhyl. Við erum þar núna og höfum ekki orðið vör við fisk. En þetta er búið að vera frábært. Þegar við komum í hús beið okkar hin árlega brauðterta sem Sara Pétursdóttir gerir svo snilldarlega. Stebbi kallar hana Majonesdrottninguna. Nú er það svo að margir eiga erfitt með svefn út af spenningi áður en þeir fara í veiði. Stebbi sefur ekki út af spenningi að komast í brauðtertuna,“ sagði Harpa í samtali við Sporðaköst.

Harpa með lax númer tvö. Þessi tók Sunray og líka …
Harpa með lax númer tvö. Þessi tók Sunray og líka í Lambastaðakvörn. Ljósmynd/SS

Það er í sjálfu sér ágætt að fá þrjá laxa á fyrstu vakt miðað við það sem hefur verið að gerast í opnunum. Laxá er í ágætu vatni og það er stærsti straumur á þessum sólarhring. Verður fróðlegt að sjá hverju það skilar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert