Veiði hófst í Laxá í Dölum í morgun. Þar var mættur vaskur hópur og dagurinn tekinn snemma með dúndrandi stemmingu og léttum hópdansi klukkan sjö í morgun. Þórir Örn Ólafsson leiðir dansinn og snýr því baki í vélina. Allir komnir í vöðlurnar og þetta er lokahnykkurinn áður en farið var út í á.
Veiðigyðjunni virðist hafa fallið þetta vel í geð því fljótlega var búið að setja í þrjá laxa í Lambastaðakvörn og náðust tveir þeirra á land.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |