Menn renndu blint í sjóinn með opnun Hofsár í Vopnafirði þegar veiði hófst þar í morgun. Vitað er að lax hefur sést í Selá, en Hofsá var spurningarmerki. Tveir laxar veiddust á morgunvaktinni, 88 sentimetra hængur og einn smálax. Góðar aðstæður eru fyrir austan, sól og hiti og gott vatn í Hofsá.
Hafralónsá opnaði einnig í vikunni og þar var kominn lax á land og sama má segja um Tungufljót í nágrenni Flúða. Veiði hófst þar í morgun og greindi Árni Baldursson leigutaki frá því á Facebook að fyrri vaktin hefði þegar gefið tvo laxa.
Laxar hafa sést í Stóru-Laxá upp á svæði fjögur og ríkir því eftirvænting með að opna hana.
Tveir laxar veiddust seinnipartinn, þannig að Hofsá gaf fjóra laxa fyrsta veiðidaginn.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |