Veiðitölur ekki upp á marga fiska

Frá Urriðafossi á opnunardegi. Það er eina veiðisvæðið sem er …
Frá Urriðafossi á opnunardegi. Það er eina veiðisvæðið sem er að skila einhverri veiði að ráði. Ljósmynd/IO

Veiðitölur fyrir síðustu viku eru ekki upp á marga fiska. Landssamband veiðifélaga birtir vikulega veiðitölur úr helstu laxveiðiám landsins. Síðasta vika var virkilega róleg. Eina veiðisvæðið sem er að skila umtalsverðri veiði er Urriðafoss í Þjórsá. Þar var í gærkvöldi kominn 331 lax í bók. 

Næst kemur Þverá/Kjarrá með 72 laxa. Það er vikuveiði upp á 37 laxa.

Norðurá 65 laxar og er það vikuveiði upp á 26 laxa.

Miðfjarðará er með 47 laxa. Þar hafa veiðst 34 laxar þessa viku.

Blanda er með 22. Vikuveiði 14 laxar.

Eystri-Rangá 18. 15 laxar síðustu viku.

Haffjarðará byrjar vel og er komin með 30 laxa. Þá er athyglisvert að sjá að Skjálfandafljót, neðri hluti er búinn að skila 20 löxum. Elliðaárnar eru komnar með 12, Laxá í Aðaldal 9, Laxá í Leirársveit 8. Næstu vikutölur verða spennandi þar sem stærsti straumurinn er yfirvofandi og skilar vonandi góðum göngum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert