Sumir laxar eru bara flottari en aðrir

Björn með hrygnuna úr Dalsárósi. Þetta eintak er fullkomið og …
Björn með hrygnuna úr Dalsárósi. Þetta eintak er fullkomið og laxahvíti liturinn er svo tær og hvítur. Veiðimaðurinn er býsna sáttur. Ljósmynd/JHR

Sumir laxar eru einfaldlega stórglæsilegir. Myndin sem fylgir þessari frétt er af hrygnu sem veiddist í síðasta holli í Víðidalsá og það verður að segjast eins og er að þetta eintak er fullkomið. Þessi 93 sentímetra hrygna veiddist í Dalsárósi, sem er einn frægasti veiðistaður Víðidalsár.

Björn Halldór Helgason veiddi þennan lax. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að viðureignin hefði staðið í um 20 mínútur. „Hann tók Sunray, svona tommu langan með gulu ívafi. Ég vissi strax að þetta væri stór lax, en ég fékk einmitt maríulaxinn minn í Víðidalsá sumarið 2016. Það var hundrað sentímetra hængur sem ég veiddi í Harðeyrarstreng á þessum sama tíma,“ sagði Björn sem var býsna sáttur við laxinn úr Dalsárósi.

Veiðin í Víðidalsá hefur verið róleg eins og í öðru ám á Vestanverðu landinu og raunar öllum ám, nema Þjórsá. En við birtum þessa mynd til að gleðjast yfir þessu glæsilega eintaki. Sumir laxar eru einfaldlega flottari en aðrir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert