Jákvæð teikn á lofti í laxveiðinni

Hannes Sigurðsson með flottan lax af svæði sjö í Eystri. …
Hannes Sigurðsson með flottan lax af svæði sjö í Eystri. Þar komu átta laxar á land í gær og er það besti dagurinn til þessa. Ljósmynd/JH

Síðasta sólahring mátti greina jákvæð teikn í laxveiðinni. Enn er samt ekki hægt að fullyrða að stóri straumurinn sé að skila þeim laxagöngum sem veiðimenn vonast eftir. En vissulega sjást merki um aukna laxagengd og batnandi veiði.

Ottó Sigurðsson og félagar veiddu í Brennunni. Þeir settu í …
Ottó Sigurðsson og félagar veiddu í Brennunni. Þeir settu í tuttugu laxa á einum degi og lönduðu ellefu. Lax var í göngu. Ljósmynd/Aðsend

Brennan, sem er ósasvæði Þverár í Borgarfirði, hefur gefið fína veiði síðustu daga og sögðu veiðimenn sem þar voru á ferð að greinilegt væri að lax væri að skila sér í meira magni. Þannig var sett í tuttugu fiska á tveimur vöktum og ellefu landað. Neðarlega í Þverá urðu veiðimenn einnig varir við meira af laxi en of snemmt er að segja til um hverju þetta breytir. 

Norðurá átti sinn besta dag í gær á þessu veiðitímabili en tólf löxum var landað. Veiðimenn sem þar eru staddir sáu laxa á ferðinni og hluti þess fisks sem veiddist var lúsugur. Veiðin það sem af veiðitímanum hefur verið mjög döpur í Norðurá og fleiri Borgarfjarðarám.

Gamli jaxlinn Tóti tönn með lax úr Blöndu sem hann …
Gamli jaxlinn Tóti tönn með lax úr Blöndu sem hann veiddi í gærmorgun. Hann landaði svo öðrum skömmu síðar og var það einnig á Breiðunni. Ljósmynd/EG

Eitthvað glæddist veiðin í Blöndu í gær, en samt töluðu menn um hark og einungis fimmtán laxar voru komnir í gegnum teljara í Blöndu um miðjan dag í gær. Tóti tönn átti fínan morgun í gær og landaði tveimur stórlöxum.

Átta stórlöxum var landað í Eystri-Rangá í gær og þar urðu veiðimenn varir við fisk í göngu. Hannes Sigurðsson var einn af þeim sem var við veiðar í Eystri í gær og landaði hann tveimur stórlöxum á þrjátíu mínútum uppi á svæði sjö. Hann naut aðstoðar Jóhannes Hinrikssonar enda var Hannes að veiða Eystri í fyrsta skipti.

Vissulega eru þetta jákvæðar fréttir, en erfitt er að meta hversu mikið magn af laxi er á ferðinni og veiðin hefur hreinlega verið léleg fram til þessa í þeim ám þar sem veiði er hafin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert