Opnunarvaktin á fjórða svæðinu í Stóru-Laxá var hreint út sagt mögnuð. Samtals var þrettán löxum landað víðs vegar um svæðið. Sérstaka athygli vakti að tveir af löxunum voru lúsugir og hafa þeir því synt hratt og um langan veg. Upp Ölfusá, því næst Hvítá og loks lengst upp í Stóru-Laxá.
Þetta er mun betri opnun en í fyrra þar sem hollið þá landaði ellefu löxum á tveimur og hálfum degi.
Fiskur er dreifður og vakti líka athygli að fiskur var í bland smálax og stórlax. Stærsti lax morgunsins mældist 86 sentimetrar.
Önnur svæði í Stóru-Laxá opna fljótlega en hefðin er að fjórða svæðið opnar fyrst.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |