Fyrsti hnúðlaxinn kominn á land

Hnúðlaxahrygnan sem veiddist í gær á silungasvæði Vatnsdalsár. Doppur á …
Hnúðlaxahrygnan sem veiddist í gær á silungasvæði Vatnsdalsár. Doppur á sporði sjást mjög greinilega. Fleiri hnúðlaxar sáust. Ljósmynd/Aðsend

Veiðimenn á silungasvæði Vatnsdalsár lönduðu hnúðlaxi í gær. Fyrst í stað töldu þeir að um bleikju væri að ræða en doppur á sporðinum staðfestu að um hnúðlax var að ræða. Björn K. Rúnarsson staðfesti í samtali við Sporðaköst að danskir veiðimenn hefðu landað fiskinum og upplýsti að þeir hefðu séð fleiri.

Sporðaköst hafa greint frá því að von sé á miklu magni af hnúðlaxi í íslenskar veiðiár í sumar. Lífsferill hnúðlaxins er tvö ár og er um að ræða tvo óskylda stofna en það er stofninn sem kenndur er við oddatöluárið, sem virðist hafa náð uggafestu á Íslandi, og nokkur staðfest dæmi eru um að hrygndar hnúðlaxahrygnur hafi fundist í íslenskum á.

Danski veiðimaðurinn með fyrsta hnúðlaxinn sem vitað er um að …
Danski veiðimaðurinn með fyrsta hnúðlaxinn sem vitað er um að veiðist í sumar. Fyrst hélt hann að þetta væri bleikja en síðar var staðfest að þetta er hnúðlax og þeir sáu fleiri. Ljósmynd/Aðsend

Hafrannsóknastofnun hefur lýst því yfir að búast megi mikilli aukningu í ár. Árið 2017 kom hnúðlax í nokkru magni en tveimur árum síðar, eða 2019, voru færðir til bókar á þriðja hundrað slíkir fiskar úr hinum ýmsu ám.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, býst við mikilli aukningu í sumar og staðfestist í vor að hnúðlaxinn væri kominn að Íslandsströndum og veiddist hann í flottroll úti fyrir Austfjörðum.

Nú er staðfest að fyrsti hnúðlaxinn er veiddur og sést hefur til fleiri í Vatnsdalsá. Viðbúið er að fleiri slíkar tilkynningar berist á næstu dögum frá hinum ýmsu veiðiám.

Rétt er að ítreka við veiðimenn að auðveldasta leiðin til að greina hnúðlax er að skoða sporðinn. Hnúðlaxinn er með svartar doppur á sporðinum og þekkist á því. Mikilvægt er að tilkynna um slíka veiði. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert