Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur ræðir um rannsóknir á atferli laxins í sjónum, en hann hefur stundað rannsóknir á því sviði frá árinu 1994. Margt kemur á óvart og til að mynda hversu mikið hámeri og Grænlandshákarl éta af laxi. Jóhannes hefur staðfest dæmi um allt að sjö löxum í maga á einum slíkum hákarli.
Í Sporðakastaspjallinu rekur Jóhannes margt sem tengist hans rannsóknum. Á hvaða dýpi laxinn heldur sig og hvernig hann leitar á sömu slóðir og bræður hans frá Írlandi og Spáni.
Staða Elliðaánna er einnig rædd í þessu ítarlega viðtali við Jóhannes, sem rekur fyrirtækið Laxfiskar og stundar meðal annars rannsóknir í Elliðaánum og allir vita af Þingvallavatns verkefninu hans.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |