Stóra-Laxá í Hreppum státar af bestu opnun laxveiðiáa í sumar. Opnun á svæði fjögur og eitt og tvö skilaði samtals 45 löxum í bók. Harðsvírað veiðigengi opnaði þessi svæði með Árna Baldursson leigutaka í broddi fylkingar.
Fyrst var svæði fjögur opnað, en það er efsta veiðisvæði árinnar. Samtals var þar landað átján löxum og voru smálaxar og lúsugir í bland.
Svæði I og II var opnað í beinu framhaldi og eftir tvo og hálfan dag, sem er lengd opnunarhollsins, var búið að landa 27 löxum. Fiskar fengust um allt svæðið og er þetta afar góð opnun í Stóru-Laxá. Í fyrra var opnunin á neðstu svæðunum með 25 laxa og þótti mjög gott.
Svæði III verður nú opnað í framhaldinu en það er tveggja stanga svæði og gefur iðulega fæsta laxa, en miðað við þessa stöðu er aldrei að vita hvað þriðja svæðið hefur að geyma.
Eins og væntanlega marga veiðimenn rekur minni til var stórlaxaveisla í lok tímabils í Stóru í fyrra og þessi veiði núna bendir til þess að fram undan geti verið áhugavert sumar í Hreppunum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |