Tveir maríulaxar á hálftíma

Kristín Ýr Gunnarsdóttir til vinstri og Sif Jóhannsdóttir. Þær lönduðu …
Kristín Ýr Gunnarsdóttir til vinstri og Sif Jóhannsdóttir. Þær lönduðu maríulöxunum sínum með hálftíma millibili í Hítará í morgun. Fullkominn dagur. Ljósmynd/HS

Þær voru heldur betur kátar veiðivinkonurnar Sif Jóhannsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Hvorug hafði veitt lax, þegar þær fóru í Hítará og hófu veiðar í morgun. Þær byrjuðu á Breiðinni neðan við veiðihúsið og þar mátti sjá töluvert af fiski.

Helgi Sigurðsson var þeirra leiðsögumaður og fyrir valinu varð lítil hitch-túba. Eftir nokkur köst tók fallegur smálax og Kristín Ýr landaði maríulaxinum sínum við mikla gleði viðstaddra. Hann mældist sextíu sentimetrar og var glænýr en ekki lúsugur.

Þá var komið að Sif og áfram var sami búnaður notaður. Lítil hitch-túba. Eftir nokkur köst endurtók leikurinn sig. Sif setti í fallegan smálax og landaði honum. Þetta var sextíu sentimetra fiskur og þessi var lúsugur. Fiskunum var landað með hálftíma millibili. Dagurinn var fullkomnaður hjá þessum veiðivinkonum.

Samtals komu níu laxar á land á morgunvaktinni í Hítará í dag. Hollið sem lauk þar veiðum í gær var með átján laxa og missti annað eins að sögn Helga Sigurðssonar leiðsögumanns.

Þá berast fréttir af góðri veiði úr næsta nágrenni. Þannig var fimmtán löxum landað í Straumfjarðará í gær, samkvæmt rafrænu veiðibókinni, Angling IQ.

Spennandi dagar eru fram undan en stærsti straumur er á mánudag og þá mun í raun ráðast hvort þetta sumar verður í meðallagi eða eitthvað allt annað.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert