Stangveiðimenn hafa víða haft áhyggjur af seinum og lélegum laxagöngum það sem af er sumri. Hafa margir horft til stórstreymis sem er í dag og telja að nú komi í ljós hversu gott eða slæmt veiðisumarið verði.
Ágætt hljóð var í þeim sem rætt var við á bökkum ánna í gær. Umsjónarmaður veiðinnar í Elliðaánum sagði til að mynda mikið af laxi hafa gengið síðustu daga og bætti umsjónarmaður Barnadaga sem voru við árnar um helgina við að „áin væri malbikuð af laxi“.
Nánar er fjallað um laxveiðisumarið í Morgunblaðinu í dag, 12. júlí.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |