Þriðji hundraðkallinn úr Aðaldalnum

Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni.
Páll Ágúst Ólafsson með laxinn stóra úr Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Þriðji veiðimaðurinn þetta sumarið var skráður í 20 punda klúbbinn í Laxá í Aðaldal í morgun. Það var Páll Ágúst Ólafsson sem landaði glæsilegum 102 sentímetra fiski í Grundarhorni. Laxinn tók Frances kón.

Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni.
Tekist á við stórlaxinn í Grundarhorni. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Áður höfðu veiðst 104 sentímetra lax á Mjósundi og er það stærsti lax sem sögur fara af í sumar og annar í Miðfosspolli sem mældist 101 sentímetri. Laxinn í Miðfosspolli tók Frances kón og stórlaxinn á Mjósundi tók lítinn Sunray. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert