Nýjar veiðitölur fyrir laxveiðiár sýna að enn er veiðin með rólegra móti. Sumarið er hins vegar töluvert öðruvísi en undanfarin ár. Laxinn virðist vera að ganga síðar. Best sést þetta í Borgarfirðinum og þá helst í Norðurá, þar sem enn eru góðar göngur á ferðinni.
Norðurá skilaði vikuveiði upp á 184 laxa og er samtals komin í 717. Með sama áframhaldi er hún að fara vel upp fyrir sumarveiðina í fyrra sem var 980 laxar.
Urriðafoss trónir enn á toppnum með 741 lax og síðasta vika gaf 73 laxa.
Í þriðja sæti er Þverá/Kjarrá með 567 laxa og síðasta vika skilaði 167 löxum. Langstærsti hluti veiðinnar er úr Þverá, en veiðin í Kjarrá er afar róleg þessa dagana og ekki mikið af fiski gengið upp úr samkvæmt veiðimanni sem var þar að veiðum í vikunni.
Eystri-Rangá er fjórða í röðinni með 492 laxa. Veiddust 173 laxar þar í síðustu viku. Á sama tíma í fyrra var Eystri með 2.300 laxa. Enn er lúsugur stórlax að ganga og þykir það seint á þeim bænum og eykur vonir manna um að smálaxinn sé seinna á ferðinni.
Ytri-Rangá og Hólsá gaf 213 laxa í síðustu viku og er komin í 384 laxa.
Haffjarðará stendur fyrir sínu í sjötta sæti og var vikuveiðin 112 laxar. Samtals komin í 377 laxa.
Miðfjarðará er í sjöunda sæti með 363 laxa og skilaði síðasta vika 157 löxum. Þar er vatnsleysi og sól dögum saman að gera mönnum lífið leitt.
Áttunda er Langá á Mýrum með 306 laxa og vikuveiði upp á 152 laxa. Tvöfaldaðist veiðin milli vikna.
Níunda er Laxá í Kjós með 302 laxa og vikuveiði upp á 85 fiska.
Elliðaárnar eru í tíunda sæti með 232 laxa.
Grímsá og Tunguá í því ellefta með 217 laxa.
Selá í Vopnafirði er svo með 202 laxa í tólfta sæti, en vikuveiðin var 123.
Aðrar ár eru með minna, en þessar tölur er fengnar af vef Landssambands veiðifélaga og er hægt að skoða fleiri ár á angling.is.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |