Fjölgar í Sunray fjölskyldunni

Shadow light heitir þessi nýja útfærsla af Sundray Shadow. Hér …
Shadow light heitir þessi nýja útfærsla af Sundray Shadow. Hér hnýtt á litlar tvíkrækjur. Ljósmynd/Veiðihornið

Enn ein ný útgáfa af Sunray Shadow er fluga dagsins. Hér hnýtt á tvíkrækju en engu að síður afar öflug. Sunray Shadow er ein öflugasta og um leið einfaldasta flottúba í laxveiði. Fyrstur til að hnýta hana var Ray Brooks og veiddi hún fyrstu laxa í ánni Laerdal í Noregi.

Svo öflug þótti flugan að höfundurinn leitaði eftir því að fá einkaleyfi, en því var hafnað. Kannski sem betur fer.

Það má í raun segja að Sunray nafnið standi fyrir heila fjölskyldu af flugum. Til eru ýmis litaafbrigði og stærðir. Jafnvel þyngdar útgáfur og skáskornar. En hér er ný útfærsla.

Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu velur flugu dagsins og að þessu sinni er það Shadow light. Hnýtt á tvíkrækju.

Sunray Shadow hnýtt á smáar tvíkrækjur. Ekkert víst að það klikki þegar strippað er hratt,“ segir Óli um þennan nýja meðlim í Sunray fjölskyldunni

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert