Laxveiðin sveiflast ótrúlega milli ára

Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi …
Reynir Sigmundsson leiðsögumaður með 98 sentímetra lax sem viðskiptavinur veiddi í morgun í Eystri-Rangá. Hann var með halalús, sem þýðir að hann er nýkominn úr sjó. Ljósmynd/Kolskeggur

Fyrir réttu ári birtum við hér á mbl og í Morgunblaðinu töflu yfir veiði í helstu laxveiðiánum. Teknar voru tölur til samanburðar frá árinu 2019 og 2018. Þegar veiðin núna er borin saman við tölur síðustu þriggja ára á þessum tíma kemur í ljós að veiðin sveiflast ótrúlega mikið. Sumar ár er ekki að ná veiðinni sem var hörmungaárið 2019 á meðan að aðrar eru að gera töluvert betur en í fyrra.

Hér er tafla frá í fyrra sem miðast við þessar …
Hér er tafla frá í fyrra sem miðast við þessar dagsetningar. Hún sýnir hversu miklar sveiflur eru í veiðinni milli ára. Ljósmynd/mbl

Rétt er hins vegar að hafa í huga að útlitið núna er betra en 2019. Fiskur er enn að ganga í Borgarfirði og þykir það frekar seint. Í Rangánum hafa menn verið að fá stóra morgna núna og enn er að ganga lúsugur tveggja ára fiskur í Eystri-Rangá. Þannig veiddist einn slíkur í morgun og mældist hann 98 sentímetrar og skartaði halalús.

Förum aðeins yfir stöðuna og samanburðinn.

Eystri-Rangá var með 492 laxa samkvæmt angling.is þann 21. júlí. Það er langt undir þessum samanburðarárum og í raun ekki nema helmingur af þeirri veiði sem hún var skila á þessum tíma 2018 og 2019. Síðasta ár var sögulegt en þá var hún komin í 2.300 laxa á þessum tíma.

Urriðafoss er með aðeins betri veiði en síðustu tvö ár. Hins vegar töluvert undir veiði samanborið við 2018. Þá voru komnir 955 laxar á land 25. júlí. Nú er svæðið með 741 lax.

Norðurá sker sig aðeins úr. Aðeins höfðu veiðst 184 laxar í henni 2019, á þessum tíma. Hún er þann 21. júlí skráð með 717 laxa og er það töluvert meira en í fyrra. Sumarið 2018 var hún í 1.231 laxi um þetta leiti sumars.

Miðfjarðará er töluvert undir veiðinni öll þessi viðmiðunarár, eins og sést í töflunni en 363 laxar voru skráðir þar 21. júlí. Þar hefur aftur á móti verið góð veiði síðustu daga.

Þverá/Kjarrá er töluvert yfir veiðinni tvö síðustu ár með 567 laxa. Árið 2018 var hún með 1.817 laxa á þessum tíma.

Haffjarðará er betri en 2019, en lakari en í fyrra. Landað hefur verið 377 löxum. 2018 stóð hún í 948 löxum á þessum tíma.

Langá, Blanda, Laxá á Ásum, Selá, Hofsá og Hítará eru allar með minni veiði en á sama tíma í fyrra. Misjafnlega mikið vantar upp á en allt útlit er fyrir að þetta ár fari ekki í sögubækurnar og nái tæpast meðaltalsveiði. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert