Bláa útgáfan, Royal Frances

Þessi var fyrst hnýtt fyrir 25 árum í Veiðimanninum í …
Þessi var fyrst hnýtt fyrir 25 árum í Veiðimanninum í Hafnarstræti. Svo virðulegur var félagsskapurinn að hún fékk nafnið Royal Frances. Ljósmynd/Veiðihornið

Þessi útgáfa af Frances varð til í Veiðimanninum fyrir um 25 árum þegar Ólafur Vigfússon hnýtti hana að viðstöddum forseta lýðveldisins og þáverandi forsætisráðherra. Það gefur augaleið að ekki var hægt annað en að gefa henni virðulegt nafn. Royal Frances er eitthvað sem hefur verið að gefa vel fyrir austan. Til dæmis í Vopnafirði.

Allir aðdáendur Frances ættu að hafa þessa í huga. Allir veiðimenn þekkja virkni rauðu og svörtu útgáfunnar af þessari baneitruðu flugu. Einnig eru til aðrar litaútgáfur, gul og græn og jafnvel hvít. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu valdi Royal Frances sem flugu dagsins.

Sporðaköst heyrðu frá veiðimanni sem var í Hofsá fyrir skemmstu og notaði töluvert þessa konunglegu útgáfu. Hann sagði: „Þetta var langöflugasta flugan í hollinu, reistum marga,  misstum tvo. Einn sleit í loftfimleikum og einn kom á land.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert