Hafró vill heilfrysta hnúðlaxa

Hnúðlax sem veiddist fyrr í vikunni í Hofsá í Vopnafirði. …
Hnúðlax sem veiddist fyrr í vikunni í Hofsá í Vopnafirði. Þessi veiddist frekar neðarlega eða í Höfðamelshyl. Samtals hafa veiðst fimm hnúðlaxar í Hofsá í sumar. Hafró vill gjarnan fá þá heilfrysta til rannsókna. Ljósmynd/KF

Síðustu daga hafa veiðimenn verið iðnir við að senda Sporðaköstum upplýsingar yfir veidda hnúðlaxa víða um land. Þetta eru mikilvægar upplýsingar um þennan nýbúa í íslenskum ám. Hafró óskar eftir sýnum frá veiðimönnum og best er að fá fiskinn heilfrystan.

Guðni Guðbergsson fiskifræðingur lýsti ánægju sinni með að veiðimenn væru að upplýsa um þessa veiði. En það var einmitt Guðni sem lýsti því yfir í vor að ekki væri ólíklegt að veruleg aukning yrði á göngu hnúðlaxa í íslenskar ár. Þá liggur fyrir að innrás hnúðlaxa í ár í Norður-Noregi er mun meiri en nokkur gat ímyndað sér.

„Við myndum gjarnan vilja fá sýni af hnúðlöxum, helst heila fiska. Við erum þátttakendur í rannsóknaverkefni þar sem til stendur að rannsaka bæði erfðaefni með tilliti til uppruna fiska og ísótópa til að rannsaka fæðu og mögulega uppeldisstöðvar í sjó. Lengd, þyngd, kyn, hreistur og kvarnir ásamt nokkrum grömmum af holdi er það sem þarf og ef menn geta séð af heilum fiskum frosnum væri það best,“ sagði Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við Sporðaköst.

Við hvetjum veiðimenn sem veiða hnúðlax til að drepa hann og frysta og koma til Hafrannsóknastofnunar. Vitneskja er mikilvæg í þessu samhengi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert