Hvaða ár eru að gera betur en í fyrra?

Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann …
Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann veiddi vel á Alviðrusvæðinu. Ljósmynd/Frontiers

Áhugavert er að bera saman stöðuna á aflahæstu laxveiðiánum við síðustu ár. Hér eru teknar tölur frá Landssambandi veiðifélaga, af vef þeirra angling.is. Staðan miðast við 28. júlí og sambærilegar dagsetningar síðustu tvö ár.

Flestar árnar eru vel yfir tölum ársins 2019, sem var víðast hvar mjög erfitt. Nokkur dæmi eru sláandi. Ef horft er til Eystri-Rangár þá er hún langt undir veiði viðmiðunaráranna.

Taflan sýnir stöðu fimmtán efstu laxveiðiánna miðað við 28. júlí. …
Taflan sýnir stöðu fimmtán efstu laxveiðiánna miðað við 28. júlí. Samanburðadálkar sýna svo veiðina í sömu ám á sama tíma, í fyrra og árið 2019. Ljósmynd/grafíkmbl

Víða má sjá nokkurn bata og þar er Norðurá sennilega fremst í flokki, enda sú aflahæsta þegar þessar tölur voru teknar saman. Þó er óvíst að hún verði fyrsta áin til að ná eftirsóttu tölunni þúsund löxum. Eystri-Rangá er þar verðugur keppinautur og alveg óvíst hvor landar þeirri nafnbót fyrst.

Athyglisvert er að skoða tölurnar yfir Laxá í Leirársveit, þar sem er mikill bati. Aftur á móti er Selá í Vopnafirði ekki að gera jafnvel og fyrri ár. En um að gera að kafa ofan í þessar tölur sem birtust í Morgunblaðinu í morgun. Það var Einar Falur Ingólfsson sem tók þær saman í veiðiumfjöllun sinni í blaðinu. Hér eru fimmtán aflahæstu árnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert