„Búið að venja hann á þetta helvíti“

Ólafur Vigfússon með nýrunninn smálax sem hann tók á Breiðunni …
Ólafur Vigfússon með nýrunninn smálax sem hann tók á Breiðunni í Alviðru í gær. Ljósmynd/Veiðihornið

Veiðimenn í Ásgarði og Alviðru í Soginu í gær settu í tíu laxa en aðeins einum var landað. Vala Árnadóttir var að veiða í Ásgarði og setti í fimm laxa og allir misstust. Nokkru neðar og á bakkanum hinum megin, mættu Óli og María í Veiðihorninu, eftir lokun búðarinnar.

„Ég setti í fimm laxa þessa fjóra tíma sem við stöldruðum við. Þetta var magnað. Minnir mig á gamla daga,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðaköst.

Það var fallegt við Sogið í gærkvöldi. Sett var í …
Það var fallegt við Sogið í gærkvöldi. Sett var í tíu laxa í Alviðru og Ásgarði en aðeins einum var landað. Ljósmynd/Veiðihornið

Hvað var hann að taka?

„Við veiddum í „gamla daga“ með miklum snillingum á borð við Jens Pétur Clausen, Guðjón Tómasson og Egil „málara“ Kristinsson sem allir eru fallnir frá. Egill á óborganlega setningu því þegar hann var einhvern tímann spurður að því hvað laxinn í Soginu hefði tekið svaraði hann, „Nú auðvitað Frances. Það er búið að venja hann á þetta helvíti.“

Þegar mér bauðst að kíkja í Alviðru eftir lokun í gær ákvað ég að taka með mér eina flugu – Frances.“

Óli búinn að setja í hann á Breiðunni. Þetta minnti …
Óli búinn að setja í hann á Breiðunni. Þetta minnti á gamla daga, sagði hann. Hér áður fyrr veiddu þau mikið í Bíldsfelli og víðar í Soginu. Ljósmynd/Veiðihornið

Segja má að allt vatnasvæðið sem að lokum ber nafnið Ölfusá þegar það rennur til sjávar sé að gera ágæta hluti. Stóra-Laxá er að gefa ágæta veiði. Iðan er einnig í ágætismálum, þó að alltaf sé erfitt að fá nákvæmar tölur þaðan. Sogið er að verða komið í um 180 laxa, þegar öll svæði eru talin. Horfa margir til þess að netum fækkaði í Hvítá og Ölfusá í vor. Fleiri laxar rata því á uppeldisstöðvarnar.

Óli og María náðu þessum fjórum tímum en svo er næsta vakt í Veiðihorninu en þau hafa staðið vaktina þar í samfellt 24 ár um verslunarmannahelgi. Eins og Óli orðaði það hlæjandi. Skammstöfunin ehf. í rekstri stendur einfaldlega fyrir; ekkert helvítis frí. „Allir velkomnir.“ 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert