Ævintýraferð í fjallableikju – myndband

Nokkrir ákafir silungsveiðimenn héldu í ævintýraför inn í Skaftártungu fyrr í sumar og veiddu þar meðal annars árnar Syðri- og Nyrðri-Ófæru. Þarna er náttúrufegurð mikil og töluvert af fiski. Fyrst og fremst er það bleikja en stöku urriði. 

Þeir félagar fjalla um ferðina í nýútkomnu Sportveiðiblaði í grein sem Ólafur Tómas Guðbjartsson skrifar. Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner var leiðsögumaður og það eru þeir Stefán Einar Sigmundsson og Ægir Jónas Jensson, sem kalla sig Væs Productions, sem tóku upp og klipptu myndbandið.

Þetta er virkilega skemmtilegt og magnað veiðimyndband. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert