Þrjár laxveiðiár eru nú komnar með yfir þúsund laxa skráða í bók. Eystri-Rangá er efst og þar hafa veiðst til þessa 1292 laxar. Síðasta vika var besta vika sumarsins og skilaði tæplega 430 löxum.
Í öðru sæti er systuráin, Ytri-Rangá með 1059 laxa og vikuveiði upp á 344 laxa. Þetta er sömuleiðis besta vikan þar í sumar.
Norðurá er þriðja áin sem komin er yfir þúsund laxa, en hún stóð í gærkvöldi í 1030 löxum. Hún er þegar komin töluvert yfir heildarveiði síðasta árs. Viku veiði var 119 laxar, samkvæmt tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Tölurnar eru birtar á vef þeirra angling.is.
Miðfjarðará fór upp fyrir Urriðafoss og er veiðin í Miðfirðinum komin í 819 laxa. Vikan þar skilaði 185 löxum.
Urriðafoss í Þjórsá er kominn niður í fimmta sæti með samtals 790 laxa. Aðeins þrír laxar eru skráðir á síðustu viku í Urriðafossi.
Þverá/Kjarrá er í sjötta sæti, en eftir er að uppfæra vikuveiðina. Við síðustu tölur var Þverá/Kjarrá með 736 laxa.
Haffjarðará er í sjöunda sæti. 588 laxar veiddir og er það ríflega hundrað laxa vika.
Þar á eftir koma Laxá í Kjós 475 laxar, Laxá í Leirársveit 470 og á svipuðu róli er Langá á Mýrum.
Allar þessar tölur hér að ofan eru staðfesting á því að þetta sumar er ekki að fara í sögubækur fyrir góða veiði. Upplýsingar um fleiri ár má finna inni á angling.is.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |