Fyrstu laxarnir veiddust í Vatnsá, sem fellur úr Heiðarvatni, skömmu eftir mánaðamót. Vatnsá er mikil síðsumarsá og er veitt í henni fram í október. Fyrstu þrjú hollin í sumar settu í laxa en lönduðu ekki. Þeim fyrsta var landað 3. ágúst og þann dag komu tveir á land.
„Slatti af laxi hefur sloppið og töluvert af birtingi hefur verið að veiðast og má búast við að straumurinn sem nú fer að koma skili inn fyrstu göngunum. Árið í fyrra var sérstakt fyrir það hve snemma laxinn gekk, en nú virðist allt vera eins og áður, þegar laxar byrjuðu að veiðast í meira mæli upp úr 10. ágúst og allt fór á flug í lok ágúst,“ sagði Ásgeir Arnar Ásmundsson í samtali við Sporðaköst. Ásgeir er umsjónaraðili með Vatnsá og Heiðarvatni.
Hann bendir á að á árunum 2004 til 2018 hafi síðasta vikan í ágúst til 10. september oft gefið um fjörutíu prósent af veiðinni og rest komið eftir það til loka veiðitímans.
„Það sem kemur kannski ekki á óvart í þessu er að birtingurinn er seinni í ár en oft áður og það skýrist líklega af mjög köldu vori. Birtingurinn gekk út fram í júlí og byrjaði að ganga aftur til baka í lok júlí. En það er bara rétt að byrja göngutímabilið í sjóbirtingnum og það gæti byrjað með næsta straumi sem væri þá hálfum mánuði seinna en í fyrra,“ sagði Ásgeir.
Nýtt veiðihús er við Vatnsá og segir Ásgeir því hafa verið afar vel tekið af veiðimönnum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |