Sömu rólegheit einkenna laxveiðina. Nýjar veiðitölur sem birtust í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, staðfesta þetta. Í efsta sæti er Eystri-Rangá með rúmlega 1.600 laxa. Vikuveiðin var um 300 laxar.
Heldur dró saman með Rangánum, þar sem vikuveiðin var tæplega 360 laxar. Nú hafa samtals 1.417 laxar verið færðir til bókar í Ytri-Rangá.
Norðurá heldur þriðja sæti þrátt fyrir að veiðin þar sé farin að róast. Samtals skilaði síðasta vika 120 löxum og er Norðurá komin í 1.125 laxa.
Miðfjarðará skilaði 170 laxa viku og er áin að detta í þúsund og væntanlega gerist það í dag eða á morgun. Heildartalan eftir síðustu viku er 989 laxar.
Þverá/Kjarrá er sömuleiðis að nálgast þúsund laxa múrinn. Þar vantar 43 laxa til að ná þeirri tölu. Samtals eru þær búnar að skila 957 löxum.
Urriðafoss er í sjötta sæti, en ekki voru komnar vikutölur þaðan fyrir síðustu viku. Staðan er 790 laxar.
Haffjarðará átti rólega viku með 36 laxa en er samtals komin með 624.
Í áttunda sæti er Langá með 523 laxa, svo kemur Laxá í Kjós með 511 og í tíunda sæti er Selá í Vopnafirði með 480.
Upplýsingar úr fleiri ám er hægt að sjá inni á angling.is.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |