Bresku leikararnir Robson Green og James Murray gerðu þrjá veiðiþætti á Íslandi í fyrra í samstarfi við Sporðaköst. Þessir þættir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV 1 og ITV 4 í sumar.
Nú er búið að deila þessum þáttum á Youtube, þannig að þeir eru aðgengilegir fyrir alla. Í seríunni fara þeir félagar í Eldvatn í Meðallandi, Þjórsá, Sogið, Þingvallavatn, Miðfjarðará, Víðidalsá og Blöndu.
Þeir félagar gerðu hörkuveiði og lönduðu meðal annars hundraðkalli á Norðvesturlandi. Fyrir áhugasama er hægt að fara inn á Youtube.com og slá inn í leitarvélina þar: Robson and jim's icelandic fly fishing adventure.
Þessi veiðiþáttasería er án efa besta landkynning sem íslensk veiði hefur nokkru sinni fengið og þeir félagar spara ekki stóru orðin um upplifun sína af landi og þjóð. Rætt er við fjölda Íslendinga í þáttunum. Má meðal annars nefna Ólaf Darra leikara, Árna Baldursson veiðimann, Bubba Morthens og fleiri. Fyrir þá sem hafa gaman af skemmtilegu veiðiefni er þetta kjörið afþreyingar efni. Hver þáttur er um 45 mínútur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |