Víða verið góð haustveiði

Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá.
Frá Snaghyl ofarlega í Víðidalsá. FB/​Víðidalsá

Vikulegur listi yfir aflahæstu laxveiðiár á landinu var birtur í morgun. Þar eru litlar breytingar á efsta hluta listans og er Ytri-Rangá með flesta laxa og er að nálgast þrjú þúsund. Ekki langt undan er Eystri-Rangá og svo koma Miðfjörður, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Haffjarðará og Urriðafoss.

Athyglisvert er að sjá að Miðfjarðará gaf 168 laxa í síðustu viku. Verður það að teljast afar góð veiði og fór hún yfir 1.600 laxa í morgun. Í rafrænu veiðibókinni má sjá að Núpsá er farin að gefa og einnig efri hluti Vesturár, eftir að fór rigna. Aðeins Eystri-Rangá gaf fleiri fiska þessa síðustu viku, en þar veiddust ríflega 200 laxar.

Glimt við lax í Miðfjarðará. Hún gaf 168 lax síðustu …
Glimt við lax í Miðfjarðará. Hún gaf 168 lax síðustu viku. Erik Koberling

Laxá í Kjós er komin í áttunda sætið eftir áttatíu laxa viku. Þar á bæ er loksins búið að vera mikið vatn, raunar svo gott að Haraldur Eiríksson leigutaki hvetur sína viðskiptavini til að taka með sér tvíhendur. Kjósin fór í 802 laxa í gær.

Nokkru neðar er Laxá í Dölum sem er þekkt fyrir að gefa oft magnaða veiði síðsumars og á haustin. Yfir hundrað laxar veiddust í Dölunum í síðustu viku og er hún komin rétt yfir sjö hundruð laxa.

Víðidalsá gaf um sextíu laxa í vikunni og er veiðin þar í sumar betri en undanfarin þrjú ár. Töluvert magn er af laxi í Víðidalsá, miðað við undanfarin ár, en þessir allra stærstu eru af skornum skammti og hefur aðeins einn lax veiðst í sumar sem mældist hundrað sentímetrar eða meira.

Allur listinn er inni á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, á angling.is. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert