Sá stærsti úr Miðfirði í sumar

Fyrsti hundraðkallinn úr Miðfirði. Það var Róbert Grímur Grímsson sem …
Fyrsti hundraðkallinn úr Miðfirði. Það var Róbert Grímur Grímsson sem landaði honum neðan við Skárastaðabrú í Austurá. Ljósmynd/RGG

Róbert Grímur Grímsson kom í fyrsta skipti í Miðfjarðará í því holli sem nú er við veiðar. Hann átti Austurá efri og hafði frétt af stórlaxi sem var að velta sér neðan við Skárastaðabrú. Hann lagði áherslu á veiðistaðinn og fljótlega velti fiskur sér á fluguna en það var ekki alvörusamband og sá fór af.

„Bara rétt á eftir fékk ég neglu á Polar Monkey fly. Ég hafði heyrt Spánverja sem voru í hollinu á undan tala um þessa flugu. Ég keypti nokkur eintök á flugubarnum í veiðihúsinu og ákvað að láta hana svífa. Það var negla í þriðja kasti. Ég sá strax að þetta var eitthvert monster. Samt var ég ekki nema svona tuttugu mínútur með hann. En ég var einn og þurfti að sporðtaka hann úti í á. Rétt áður en ég sleppti honum komu félagar mínir og gátu staðfest mælingu. Sléttir hundrað sentímetrar,“ sagði afar glaður Róbert í samtali við Sporðaköst í morgunsárið.

Krókódílatíminn er runninn upp og við greindum í gær frá 104 sentímetra laxi í Stóru-Laxá og það var svo sannarlega kominn tími á einn í þessum stærðarflokki í Miðfirði.

„Rabbi leigutaki er búinn að lofa mér stöng í þessu holli á næsta ári og ég hlakka strax til að koma aftur í Miðfjörðinn,“ sagði Róbert í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert