Vilja ekki að stjórnvöld grípi inn í að óþörfu

Rjúpnaveiðar á sunnleskum heiðum.
Rjúpnaveiðar á sunnleskum heiðum. mbl.is/Golli

Stjórnarmenn í SKOTVÍS, Skotveiðifélagi Íslands, segja yfirvöld vera að missa af tækifæri til þess að sjá með eigin augum náttúrulega þróun íslenska rjúpnastofnsins.

Þetta segir í tilkynningu frá félaginu, sem stjórnarmennirnir skrifa undir.

Úr þeirri tilkynningu má lesa að rjúpnaveiðimenn séu hræddir um að þeim verði meinað að veiða rjúpu í ár.

Þannig er vísað til þess að árið 2002 hafi ýmsar tilraunir verið gerðar til þess að minnka veiðistofn rjúpu, þar sem áhyggjur voru um að rjúpan væri í útrýmingarhættu. Þrátt fyrir það voru engar breytingar gerðar á veiðistofninum og um haustið það ár voru 79 þúsund rjúpur veiddar af um 259 þúsund rjúpna stofni.

Venjubundnar niðursveiflur

Í tilkynningu SKOTVÍS segir að ári seinna hafi rjúpnastofninn verið orðinn 302 þúsund fuglar og þannig stækkað þrátt fyrir venjubundna veiði.

Þetta vill félagið að fái að endurtaka sig.

„Þessar áhyggjuraddir hafa heyrst áður, en svo gleyma þeir hinir sömu því um leið hvað gerist í kjölfar reglubundinnar niðursveiflu rjúpunnar. Sveifla er einmitt lykilorðið því það þýðir að það sem fer niður, fer í kjölfarið upp, og svo koll af kolli,” segir í tilkynningunni.

SKOTVÍS segir einnig að ekki geti talist góð stjórnsýsla að umhverfisráðherra krefji undirstofnanir sínar um nýjar og nýjar tillögur, þar til fram koma tillögur um breytingar á veiðistofni sem hugnast stjórnvöldum.

„Það er í raun falleinkun á fagleg störf undirstofnana ráðuneytisins og grefur undan því trausti sem hafði skapast. Treystum því verklagi sem hefur verið sátt um seinustu ár og byggjum ákvarðanir áfram á bestu vitneskju og reynslu. Aðeins þannig náum við árangri. Aðeins þannig verður sátt um veiðistjórnun,” segir í lokaorðum tillögunnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert