„Ég er veiðisjúklingur. Ég hef lengi verið veiðisjúklingur. Að einhverju leyti væri hægt að tala um mig sem veiðifíkil. Veiðimennskan átti mig strax frá unga aldri. Ég varð heillaður af því að takast á við náttúruna á einn eða annan hátt. Það er ekki til magnaðri stund en að setja í kraftmikinn fisk og vera algjörlega einn á móti náttúrunni. Að togast á við hana án þess að segja orð. Veiðin hefur alla tíð gefið mér gleði enda er hún alltaf jákvæð,“ segir Ólafur.
Dagbók urriða er glettin bók uppfull af fróðleik á mörgum sviðum veiðinnar. Hún er fjórða bókin sem sem kemur út fyrir þessi jól og er beinlínis skrifuð fyrir veiðimenn. Hinar þrjár eru Norðurá, enn fegurst áa, eftir Jón G. Baldvinsson. Veiði, von og væntingar, eftir Sigurð Héðinn og loks skotveiðibókin hans Dúa Landmark, Gengið til rjúpna.
Allt eru þetta veglegar bækur og áhugaverðar. Sporðaköst munu á næstu dögum birta kafla úr þessum bókum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |