Stórlaxinn í Úlfsfossi og Pétur kveður

Ein af rómuðustu laxveiðiánum okkar hér á Íslandi er Vatnsdalsá. Mikið fljót og svæðið allt ríkt af sögu. Þegar heimildamyndin Síðustu sporðaköstin var tekin upp í fyrrasumar var einn af viðkomustöðunum Vatnsdalur.

Þetta var á töluverðum tímamótum í veiðisögu Vatnsdælinga. Pétur Pétursson sem hefur verið samofin veiðinni í dalnum var að kveðja og afhenda arftaka sínum keflið. Það var því töluverð pressa á Birni K. Rúnarssyni, eða Bjössa í Vatnsdal að setja í lax fyrir myndavélarnar.

Bjössi var ekki lengi til svars þegar hann var spurður hvert hann vildi fara. „Við förum í Álkuna. Upp í Úlfsfoss,“ var svarið.

Með fimm myndavélar að vopni var haldið í hliðará Vatnsdalsár. Bjössi var fullur sjálfstrausts í það minnsta á yfirborðinu. Og við héldum upp í Úlfsfoss. Afraksturinn og kveðjustundina með Pétri má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Steingrímur Jón Þórðarson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Þetta er myndskeið er hluti úr heimildamyndinni Síðustu sporðaköstin, sem er aðgengileg í fullri lengd, á efnisveitum Símans og Sýnar. 

Njótið sumarsins og veðurblíðunnar sem einkennir þetta myndbrot, á þessum stystu dögum ársins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert