Sjáðu „bomberana“ trylla laxinn

Einhver magnaðasta veiðiaðferð í laxi er sýna honum bombera. Það eru stórar þurrflugur sem skauta í yfirborðinu. Leiðsögumaðurinn Gary Champion fór með veiðimenn upp í Austurá í Miðfirði í fyrrasumar og kynnti þá fyrir þessari veiðiaðferð.

Við höldum áfram að fylgjast með Netflix stjörnunum úr The Vikings. Og nú bætist Ragga Ragnars í hópinn en hún lék Gunnhildi drottningu í þáttunum, við góðan orðstír. Hún reynir hér að ná í sinn fyrsta lax með Gary og Peter Franzen sem lék Harald hárfagra í þáttaröðinni.

Það er skemmst frá því að segja að það varð allt vitlaust í hylnum þegar bomberarnir komu út í og það við aðstæður þegar nánast engin taka var í ánni. 

Sem fyrr var það Steingrímur Jón Þórðarson sem sá um klippingu en Friðrik Þór Halldórsson annaðist kvikmyndatöku.

Myndbrotið er út heimildamyndinni Síðustu sporðaköstin sem tekin var upp í fyrrasumar og er aðgengileg í heild sinni á efnisveitum Símans og Sýnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert