Jólaglaðningur veiðimanna kominn í hús

Hilmir Snær leikari er í forsíðuviðtali Sportveiðiblaðsins sem var að …
Hilmir Snær leikari er í forsíðuviðtali Sportveiðiblaðsins sem var að koma út. Hér er hann í þyrlu á leiðinni upp í Starir sem er efsta veiðisvæðið í Kjarrá í Borgarfirði. Auðvitað taka menn þá sjálfu. Ljósmynd/ES

Nýtt Sportveiðiblað er komið út og venju samkvæmt bólgið af efni. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri er í öðru af burðarviðtölum blaðsins og lýsir þar fjálglega hvernig veiðidellan heltók hana. Ragnar Hólm leiðir Ásthildi og gerir málflutningi hennar góð skil.

Hún upplýsir að fyrsta flugulaxinn hafi hún veitt í Haukadalsá sumarið 2012. Það hafi í raun valdið straumhvörfum í hennar veiðimannalífi og gerbreytt viðhorfi hennar til stangveiði. „Þá fyrst fékk ég bakteríuna svo að um munaði.“ 

Hún upplýsir líka um hvernig veiðin geti haft áhrif í pólitík. Hún var stödd í Dölunum að veiða ásamt félögum sínum í veiðihópnum Stirtlunum. Á þeim tíma var hún bæjarstjóri í Vesturbyggð og hún var að vinna að því að vekja umræðu um sameiningu á sveitarfélögunum Vesturbyggð og Tálknafirði. Það var margt sem þurfti að ræða í þessu samhengi. En þar sem Stirtlurnar voru utan símasambands á ögurstundu í ferlinu, rann málið út í sandinn og var samtali um sameiningu sveitarfélaganna hafnað meðan að Ásthildur og vinkonur voru niður við á.

Heilmir á Neista að leggja upp í ævintýri í uppsveitum …
Heilmir á Neista að leggja upp í ævintýri í uppsveitum Borgarfjarðar. Sportveiðiblaðið verður fjörutíu ára á næsta ári. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Stórleikarinn Hilmir Snær Guðnason prýðir forsíðu Sportveiðiblaðsins á glæsilegum steingráum hesti sem bar nafnið Neisti. Hilmir ræðir veiðimennsku og líf leiðsögumannsins á sinn hógværa og skemmtilega hátt. Þá upplýsir hann hluti um væntanlega framhaldsmynd af Síðustu veiðiferðinni.

Elvar Friðriksson framkvæmdastjóri NASF sem er Verndarsjóður villtra laxastofna skrifar áhugaverða grein í blaðið. Fyrirsögnin er ofurlítið hrollvekjandi. „Villti laxinn á síðustu metrunum.“

Næsta ár verður afmælisár hjá Sportveiðiblaðinu en þá verður haldið upp á fjörutíu ára óslitna útgáfu blaðsins. Heyra má á Gunnari Bender ritstjóra að þá eigi að blása í afmælislúðra í tilefni fertugsafmælisins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert