Breski leikarinn Robson Green veiddi í fyrsta skipti lax á hitch í Laxá á Ásum við upptökur á Sporðakastaþætti í fyrra. Þessi mjög svo reyndi veiðimaður þurfti að hlaupa á eftir laxinum og lengi vel hélt hann að þetta væri stórlax.
Robson naut leiðsagnar Sturlu Birgissonar rekstraraðila Ásanna. Þegar þetta myndbrot er skoðað vakna margar spurningar. Átti hann að taka fastar á laxinum? Eða gerði hann allt rétt þegar krókurinn var af stærð átján?
Hitchið að þessu sinni var örlítil plasttúpa af gerðinni Haugur. Hitch skautar í yfirborðinu þannig að veiðimaður sér tökuna og allar hreyfingar í námunda við hana ef fiskur er ógna flugunni. Áður en laxinn tók var hann búinn að skoða hana þrisvar sinnum og taugar voru þandar.
En það er gaman að fylgjast með stórleikaranum hlaupa niður með Laxá í miklu stresskasti.
Fleiri brot úr Sporðaköstum eru væntanleg hér á næstu dögum.
Eins og fyrr er það Steingrímur Jón Þórðarson sem annaðist kvikmyndatöku og klippingu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |