Jólalaxinn hennar Lillu

Í tilefni dagsins bjóðum við upp á tvær drottningar. Annars vegar Lillu Black, sem var 93 ára þegar þetta var tekið upp, sumarið 2019. Hún var að veiða Hólmavaðsstífluna í Laxá í Aðaldal í Sporðakastaþætti. Hin drottningin er að sjálfsögðu Laxá sjálf sem lengi hefur verið nefnd drottningin.

Við veljum þetta sem jólalaxinn um leið og Sporðaköst óska öllum veiðimönnum gleðilegra jóla. Vonandi fá sem flestir harða pakka sem geta leitt til draumfara um hátíðirnar.

Þegar við komum til leiks í myndbrotinu er Lilla að reisa stöngina eftir að hafa séð ólgu við fluguna. Henni til aðstoðar og á háfnum er vinur hennar og leiðsögumaður Árni Pétur Hilmarsson.

Lilla hóf ekki að stunda Laxá fyrr en hún var orðin sextug en hefur allar götur síðan, eða í rúm þrjátíu ár, heimsótt ána og ekki síður vini sína við Laxá.

Hún elskar friðsældina í Aðaldal og það að geta verið ein með sínu fólki á þessum eftirlætisstað sínum. Hún metur mikils þá staðreynd að lítil umferð fólks er í nánd við veiðistaðina og jafnvel líða heilu vaktirnar án þess að hún sjái aðra veiðimenn.

Steingrímur Jón Þórðarson klippti en Friðrik Þór Halldórsson annaðist kvikmyndatöku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka