Mikill hugur í ungum veiðimönnum

Efri röð fv: Magni Þrastarson, Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur Þór …
Efri röð fv: Magni Þrastarson, Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Gissur Karl Vilhjálmsson, Hera Katrín Aradóttir, Guðmundur Hreiðar Björnsson og Daníel Ingi Kristinsson Neðri röð fv: Markús Darri Maack, Helga Kristín Tryggvadóttir, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, Birkir Örn Erlendsson og Gylfi Kristjánsson. Á myndina vantar: Bryndísi Hinriksdóttur og Sólon Arnar Kristjánsson Ljósmynd/FUSS

Ný stjórn FUSS, Félag ungra í skot- og stangveiði var kosin á aðalfundi félagsins um helgina. Mikill hugur er í stjórnarmönnum og fjölmargir viðburðir verið skipulagðir ásamt því að bjóða upp á margar og ólíkar veiðiferðir fyrir félagsmenn.  

Í fréttatilkynningu sem stjórn félagsins sendi frá sér má glögglega sjá þann mikla hug sem býr í stjórnarmönnum.

„FUSS er félag fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára sem hefur áhuga á skot- og stangveiði. Tilgangur félagsins er að búa til góðan félagsskap þar sem allir eru velkomnir, auka aðgengi að veiðileyfum á betri kjörum og halda námskeið þar sem félagsmenn geta sótt sér aukna þekkingu og reynslu. Markmið félagsins voru mikið rædd á fundinum og má þar nefna þau helstu: opna félagið, bjóða upp á fjölbreyttar ferðir með góðu verðbili, tengja landshluta enn frekar, auka hlutdeild kvenna, kynna félagið og veiðina fyrir yngra fólki með því að heimsækja framhaldsskóla.

Þessar tóku þátt í stelpuferð FUSS í Þingvallavatn síðasta sumar. …
Þessar tóku þátt í stelpuferð FUSS í Þingvallavatn síðasta sumar. Mikil hamingja og enn meiri áhugi. Fjöldi veiðiferða verða í boði og ýmsar uppákomur. Ljósmynd/FUSS

„Við viljum vera félag fyrir alla, þar sem allir eru jafnir og ekki til neitt sem heitir keppni. Meðlimir geta mætt á viðburði og fundist þeir velkomnir, engar spurningar eru heimskulegar spurningar“ 

Framtíð félagsins er björt og hefur stjórnin nú þegar skipulagt ferðir sem fara í sölu í vikunni, þar má nefna: Laxá í Aðaldal, Mýrarkvísl, Ófærur, Litluá, Fnjóská, Norðurá, Blöndu, Svartá og útihátíð. Í skotveiði verða svartfuglsferðir, rjúpnaferðir, skotæfingar, námskeið í verkun og ýmislegt fleira er í vinnslu,“ segir í tilkynningu frá FUSS.

Uppfærsla stendur yfir á heimasíðu félagsins en áhugasamir geta skráð sig í félagið á www.fuss.is

Nýja stjórn félagsins skipa:

Formaður: Helga Kristín Tryggvadóttir

Varaformaður: Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson

Meðstjórnendur í skotveiðistjórn: Birkir Örn Erlendsson, Bryndís Hinriksdóttir, Daníel Ingi Kristinsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Guðmundur Hreiðar Björnsson og Jóhann Helgi Stefánsson.

Meðstjórnendur í stangveiðistjórn: Gissur Karl Vilhjálmsson, Gylfi Kristjánsson, Hera Katrín Aradóttir, Magni Þrastarson, Markús Darri Maack og Sólon Arnar Kristjánsson.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert