Það er líflegt vor og sumar framunda hjá áhugafólki um sjóstangaveiði. Nú þegar er búið að dagsetja og skipuleggja átta mót sem haldin verða frá apríl og fram í lok ágúst, á vegum Landssambands sjóstangaveiðifélaga. Mótin verða haldin sem hér segir.
Sjóstangaveiðifélag Akraness SJÓSKIP 22. apríl.
Sjóstangaveiðifélag Vestmannaeyja SJÓVE 29. apríl.
Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness SJÓSNÆ 13. maí.
Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur SJÓR 20. maí.
Sjóstangaveiðifélag Ísafjarðar SJÓÍS 1. júlí.
Sjóstangaveiðifélag Neskaupsstaðar SJÓNES 15. júlí.
Sjóstangaveiðifélag Akureyrar SJÓAK 12. ágúst.
Sjóstangaveiðifélag Siglufjarðar SJÓSIGL 19. ágúst.
Þar með er ekki öll sagan sögð því Evrópusamtök sjóstangaveiðimanna, EFSA heldur einnig mót í sumar. Það fyrsta verður í Ólafsvík dagana 26. til 28. maí og er þar keppt í tegundum. Þá eru mót á vegum samtakanna í Danmörku 8. til 12. ágúst og í skipulagningu er mót sem haldið verður á Sardiníu á Ítalíu seinnipart september þar sem keppt verður í strandveiði.
Á aðalfundi EFSA sem haldinn verður 12. mars verða ákveðin fleiri mót og munu dagsetningar og staðsetningar verða kynntar seinna. Þar er meðal annars um að ræða strandveiðimót og einnig af bátum. Við spurðum Skarphéðinn Ásbjörnsson sem keppt hefur fyrir Íslands hönd á mótum EFSA hvort allir gætu tekið þátt í þessum mótum. Hann sendi þetta svar.
„Til að taka þátt í Landssambandsmótum þarf að hafa samband við viðkomandi deild. Ekki er nauðsynlegt að gerast félagi strax. Til að taka þátt í EFSA mótum þarf að gerast félagi en oft heldur EFSA Íslandi opin mót þar sem hver og einn getur tekið þátt. Hafi einhver áhuga á þátttöku í Evrópumótum er best að hafa samband við Íslandsdeild EFSA en það er ekki nauðsynlegt. Hægt er að hafa samband beint við höfuðstöðvar EFSA eða undirritaðan, gamli@simnet.is.“
Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa sjóstangaveiði í keppnisformi og njóta leiðsagnar reynslubolta getur þetta verið kjörin leið. Að skella sér á sjóstangaveiðimót í vor eða sumar.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |