Draumalisti veiðimannsins – 40 fiskar

Dansk/íslenski veiðimaðurinn Nils Folmer Jörgensen er einn af þeim sem …
Dansk/íslenski veiðimaðurinn Nils Folmer Jörgensen er einn af þeim sem hefur farið víða um heiminn til að eltast við ólíkar tegundir. Hér er hann með lítinn Bonefish sem er á Draumalistanum. Ljósmynd/NFJ

Sporðaköst í samráði við sérfræðinga hafa sett saman Draumalista veiðimannsins - 40 fiskar sem allir vilja veiða á ferlinum. Listinn er nokkuð breyttur frá því sem var þegar við kynntum 30 fiska sem allir veiðimenn vildu komast í tæri við.

Nú er listinn tvískiptur. Tuttugu ferskvatnsfiskar og tuttugu sjávarfiskar. Reyndir íslenskir veiðimenn ættu strax að geta hakað í fimm til tíu af þessum lista. Við munum áfram fjalla um hverja tegund fyrir sig og leitum til veiðimanna sem hafa verið að eltast við þá fiska.

Sífellt fleiri íslenskir veiðimenn hafa sýnt áhuga á veiði í öðrum löndum. Bæði er það ævintýraþrá sem mörgum veiðimanninum er í blóð borin og mjög hækkandi verð á veiðileyfum gefur fleiri kostum aukið vægi. Á fjölmörgum stöðum og svo víða í heiminum er boðið upp á afbragðsveiði. Ekki er ólíklegt að þeim eigi eftir að fjölga sem ferðast til annarra landa til að veiða framandi fiska. Eða eins og einn góður veiðimaður orðaði það við Sporðaköst; „Margir eru að vakna upp við það að veiðin er ekki bara lax og silungur.“ Svo sannarlega ekki. En hér að neðan má sjá lokaútgáfuna af Draumalistanum. Hversu mörgum af þessum fjörutíu hefur þú landað?

Ferskvatnsfiskar

Atlantshafslax (Laxinn okkar)

Bleikja (Arctic char)

Kyrrahafslax (Hér er horft til Chinook sem er stærstur af fimm tegundum)

Laxaborri (Black Bass)

Regnbogasilungur (Veiðist stöku sinnum hér á landi)

Urriði (Þennan þekkjum við vel)

Steelhead (Laxakvísl regnbogasilungs)

Dónárlax (Huchen)

Gedda (Pike)

Taimen (Skyldur Hucho. Heimkynni eru Mongólía og Síbería) 

Golden Dorado (Heimkynni: Suður – Ameríka)

Harri (Grayling)

Ísaldarurriði (Þekkjum hann vel úr Þingvallavatni)

Sjóbirtingur (Einn af okkar aðal)

Styrja (Margar tegundir)

Vatnakarpi (Carp)

Tiger fish

Fengrani (Catfish)

Risaari (Arapaima)

Peacock Bass (Suður – Ameríka. T.d. Amazonfljótið)

Ólafur Vigfússon með Peacock Bass. Þessi fiskur er á listanum …
Ólafur Vigfússon með Peacock Bass. Þessi fiskur er á listanum góða og einkar falleg skepna. Ljósmynd/Einkasafn

Sjávarfiskar

Seglfiskur (Sail fish)

Lúða (Halibut)

Gráröndungur (Grey Mullet)

Oddnefur (Marlin)

Barri (Sea Bass)

Barracuda (Barrakúði skv. Hafró)

Giant Trevally

Silfurkóngur (Tarpon)

Bonefish

Parrotfish (Kóralætur – margar tegundir)

Þorskur (Cod)

Makríll

Túnfiskur (Bluefin) 

Ufsi (Pollack)

Steinbítur (Wolffish)

Mjólkurfiskur (Milkfish)

Permit (Syndir um í Karíba-, Kyrra- og Indlandshafi)

Triggerfish (Balistidae ættin - Peachfaced Trigger, Moustache Trigger)

Dorado/Dolphin (Einnig þekktur sem Mahi-mahi)

Hákarl (hvaða tegund sem er)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert