Stikla úr Allra síðustu veiðiferðinni

Hér er komin fyrsta stiklan úr væntanlegri gaman- og hasarmynd úr smiðju þeirra Markelsbræðra. Þetta er sjálfstætt framhald af Síðustu veiðiferðinni sem sló rækilega í gegn og heitir þessi mynd Allra síðasta veiðiferðin.

Nánast allir leikarar sem báru uppi fyrri myndina eru með. Nokkur stór nöfn bætast við og þar ber sennilega hæst nafn Sigurðar Sigurjónssonar sem leikur sjálfan forsætisráðherra í myndinni.

Stefnt er að frumsýningu í mars, ef Covid leyfir og verða að teljast býsna góðar líkur á að það gangi eftir. Þessi stikla gefur tóninn fyrir framhaldsmyndina sem þeir leikstjórar og framleiðendur Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa sjálfir lýst sem meira rugli, meiri hasar og meira af víni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert