Gamanmyndin Allra síðasta veiðiferðin var alheimsfrumsýnd í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal á föstudag. Myndin er sjálfstætt framhald á myndinni Síðasta veiðiferðin sem sló rækilega í gegn. Allir sömu leikarar eru mættir og heldur er gefið í þar sem stór nöfn bætast í hópinn.
Þessa fyrsta sýningu fengu heimamenn í Aðaldal boð um að koma á, ásamt aðstandendum myndarinnar, en sögusviðið er einmitt Laxá í Aðaldal.
Ríflega tvö hundruð manns mættu og voru viðtökur góðar, eftir því sem frumsýningagestir hafa tjáð sig um myndina. Þannig skrifar Ingibjörg Sigurjónsdóttir á Laxamýri á facebook síðu sína eftir að hafa horft á myndina að hún hafi hlegið sig máttlausa margsinnis og maskarinn hafi verið í stórhættu því hún grét af hlátri.
Framleiðendur og leikstjórar eru þeir Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson, en fyrri myndin er einnig þeirra hugverk. Þeir félagar voru ánægðir með viðtökurnar. „Það var hlegið á réttu stöðunum, en líka þar sem við áttum ekki von á hlátri. Það er alltaf svo skemmtilegt,“ sagði Örn Marinó í samtali við Sporðaköst.
Þorkell, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður fylgdist vel með salnum. „Þetta voru býsna jöfn hlutföll af báðum kynjum. Konurnar hlógu mun meira en maður hafði á tilfinningu að karlarnir hefði verið böstaðir,“ brosti Keli góðlátlega þegar hann sagði þetta.
Myndin fer í almennar sýningar þann 18. mars og eiga þeir félagar von á góðum viðtökum í Covidfríu umhverfi.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |