Sónvarpsþáttaserían Veiðin með Gunnari Bender byrjar annað kvöld á Hringbraut. Um er að ræða sex þætti sem teknir voru upp síðasta sumar að mestu leiti. Síðasti þátturinn verður þó tekinn upp nú á vordögum þegar sjóbirtingsveiðin hefst á nýjan leik.
Í fyrsta þættinum er Gunnar Bender viðstaddur opnun í Norðurá í fyrra en þar mætti til leiks Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Fyrsti þáttur er á dagskrá klukkan 19:30 á morgun. Tímasetningin er afar góð enda margir veiðimenn orðnir óþolinmóðir að komast til að veiða.
„Við fórum víða að veiða þegar við tókum upp þættina í fyrra. Þjórsá, Norðurá, Gljúfurá í Borgarfirði, Miðá í Dölum, Leirvogsá og Þingvallavatn svo eitthvað sé nefnt. Við erum með unga veiðimenn sem fara á kostum í þáttunum og svo auðvitað eldri í bland. Það kennir ýmissa grasa og veiðin kemur skemmtilega á óvart. Síðan ætlum að mynda núna í vorveiðinni í síðasta þáttinn. Förum í sjóbirting þegar snjórinn verður aðeins farinn og fer að hlýna. Ég held að þetta séu þættir fyrir veiðimenn á öllum aldri,“ sagði Gunnar ennfremur.
Áhugavert verður að sjá Össur Skarphéðinsson síðar í seríunni þar sem hann endurnýjar kynni sín við Ísaldarurriða í Þingvallavatni. Össur er mentaður í fiskafræðum og mikill veiðiáhugamaður. Þar verður án ef ekki þverfótandi fyrir fróðleik þegar hann ræðir vatnið, veiðina og lífríkið.
Gunnar Bender hefur titlað sig síðasta móhíkanann í veiðiþáttagerð á Íslandi. Víst er að þetta eru einu sjónvarpsþættir fyrir veiðimenn sem Sporðaköst vita um þetta árið.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |