Eru í mokveiði í Hörgsá

Þetta er svona alvöru veiða og sleppa mynd. Jón Ísak …
Þetta er svona alvöru veiða og sleppa mynd. Jón Ísak Jóhannesson að sleppa fiski og Jóhannes H. Sigmarsson að þreyta einn í baksýn. Ljósmynd/SRJ

Opn­an­ir á mörg­um veiðisvæðum hafa gengið afar vel. Frá­bær veiði hef­ur verið á þess­um klass­ísku stöðum eins og Tungufljóti, Geir­landsá, Tungu­læk, Eld­vatni, Hús­eyj­arkvísl og Lei­rá svo ein­hverj­ar séu nefnd­ar. Hörgsá sem fell­ur í Breiðbala­kvísl er ekki eitt af stóru nöfn­un­um þegar kem­ur að sjó­birt­ingsveiði. Þar hafa veiðimenn hins veg­ar verið í hreinni mokveiði frá því í gær.

Þeir feðgar, Jó­hann­es H. Sig­mars­son og syn­ir hans Jón Ísak og Sig­mar Rafn opnuðu Hörgs­ána og hófu veiðar í gær. All­ir þekkja þeir ána mjög vel og hafa veitt þarna í fjöl­mörg ár.

Sigmar Rafn með þykkan og flottan birting sem hann tók …
Sig­mar Rafn með þykk­an og flott­an birt­ing sem hann tók fyr­ir há­degi í dag í Hörgs­ánni. Ljós­mynd/​JÁS

Opn­un­ar­dag­ur­inn skilaði sautján birt­ing­um. Menn voru ró­leg­ir í tíðinni í morg­un en fóru út klukk­an hálf ell­efu og voru að til há­deg­is. Á þeim tíma lönduðu þeir tólf birt­ing­um. Mikið af þessu er vænn fisk­ur en heim­illt er að veiða á allt agn í Hörgs­ánni. „Við veidd­um bara á flugu og tók­um alla þessa fiska á straum­flug­ur, einkrækj­ur. Þá er líka auðveld­ara að losa úr þeim, því við slepp­um öllu. Við vor­um að fá á Nobbler bæði svart­an og orange, Flæðamús, Black Ghost og þess­ar hefðbundnu en flest­ar þyngd­ar og tök­urn­ar voru grann­ar. Enda erum við bún­ir að missa heil­an hell­ing,“ sagði Jó­hann­es í sam­tali við Sporðaköst í há­deg­is­hlé­inu.

Þeir feðgar eru þrír sam­an með tvær stang­ir og veiddu bara í fimm tíma í gær. Eins og Jó­hann­es orðaði það; „Mér finnst nú oft að veiðin sé ekki síðri ef menn eru ekki að berja þetta all­an dag­inn."

Jóhannes undirbýr sleppingu. Allir fiskarnir tóku þyngdar straumflugur og var …
Jó­hann­es und­ir­býr slepp­ingu. All­ir fisk­arn­ir tóku þyngd­ar straum­flug­ur og var öll­um sleppt. Þeir feðgar eru komn­ir með þrjá­tíu fiska. Ljós­mynd/​JÍJ

Jó­hann­es hef­ur veitt Hörgs­ána í fjöl­mörg ár og seg­ir opn­un þar iðulega góð ef veður og aðstæður eru hag­stæðar eins og var í gær og í dag.

Fisk­arn­ir voru mjög vel haldn­ir og frá sex­tíu sentí­metr­um og yfir átt­átíu sentí­metra. Sá stærsti mæld­ist 83. 

„Við vor­um að sjá mikið af fiski. Hann var að velta sér og stökkva og það var bara fisk­ur víðast hvar. Við ætl­um að veiða eitt­hvað fram eft­ir degi og svo segj­um við þetta bara gott. Erum orðnir sadd­ir satt best að segja,“ sagði Jó­hann­es að lok­um.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert