Eru í mokveiði í Hörgsá

Þetta er svona alvöru veiða og sleppa mynd. Jón Ísak …
Þetta er svona alvöru veiða og sleppa mynd. Jón Ísak Jóhannesson að sleppa fiski og Jóhannes H. Sigmarsson að þreyta einn í baksýn. Ljósmynd/SRJ

Opnanir á mörgum veiðisvæðum hafa gengið afar vel. Frábær veiði hefur verið á þessum klassísku stöðum eins og Tungufljóti, Geirlandsá, Tungulæk, Eldvatni, Húseyjarkvísl og Leirá svo einhverjar séu nefndar. Hörgsá sem fellur í Breiðbalakvísl er ekki eitt af stóru nöfnunum þegar kemur að sjóbirtingsveiði. Þar hafa veiðimenn hins vegar verið í hreinni mokveiði frá því í gær.

Þeir feðgar, Jóhannes H. Sigmarsson og synir hans Jón Ísak og Sigmar Rafn opnuðu Hörgsána og hófu veiðar í gær. Allir þekkja þeir ána mjög vel og hafa veitt þarna í fjölmörg ár.

Sigmar Rafn með þykkan og flottan birting sem hann tók …
Sigmar Rafn með þykkan og flottan birting sem hann tók fyrir hádegi í dag í Hörgsánni. Ljósmynd/JÁS

Opnunardagurinn skilaði sautján birtingum. Menn voru rólegir í tíðinni í morgun en fóru út klukkan hálf ellefu og voru að til hádegis. Á þeim tíma lönduðu þeir tólf birtingum. Mikið af þessu er vænn fiskur en heimillt er að veiða á allt agn í Hörgsánni. „Við veiddum bara á flugu og tókum alla þessa fiska á straumflugur, einkrækjur. Þá er líka auðveldara að losa úr þeim, því við sleppum öllu. Við vorum að fá á Nobbler bæði svartan og orange, Flæðamús, Black Ghost og þessar hefðbundnu en flestar þyngdar og tökurnar voru grannar. Enda erum við búnir að missa heilan helling,“ sagði Jóhannes í samtali við Sporðaköst í hádegishléinu.

Þeir feðgar eru þrír saman með tvær stangir og veiddu bara í fimm tíma í gær. Eins og Jóhannes orðaði það; „Mér finnst nú oft að veiðin sé ekki síðri ef menn eru ekki að berja þetta allan daginn."

Jóhannes undirbýr sleppingu. Allir fiskarnir tóku þyngdar straumflugur og var …
Jóhannes undirbýr sleppingu. Allir fiskarnir tóku þyngdar straumflugur og var öllum sleppt. Þeir feðgar eru komnir með þrjátíu fiska. Ljósmynd/JÍJ

Jóhannes hefur veitt Hörgsána í fjölmörg ár og segir opnun þar iðulega góð ef veður og aðstæður eru hagstæðar eins og var í gær og í dag.

Fiskarnir voru mjög vel haldnir og frá sextíu sentímetrum og yfir áttátíu sentímetra. Sá stærsti mældist 83. 

„Við vorum að sjá mikið af fiski. Hann var að velta sér og stökkva og það var bara fiskur víðast hvar. Við ætlum að veiða eitthvað fram eftir degi og svo segjum við þetta bara gott. Erum orðnir saddir satt best að segja,“ sagði Jóhannes að lokum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert