Landvinningar hnúðlaxins í Skotlandi

Seiðagildrur sem staðsettar eru í ám í Skotlandi hafa sýnt að hrygning hnúðlaxa tókst mjög vel í fyrra. Verulegt magn seiða þessarar nýju tegundar fannst í skosku ánum Thurso og Oykel, en þær eru báðar norðarlega í Skotlandi.

Haraldur Eiríksson sem á sæti í stjórn Atlantic Salmon Trust upplýsti þetta í vorspjalli Sporðakasta. Sagði hann þetta vondar fréttir og ljóst að búast mætti við umtalsverðu magni af hnúðlaxi næsta sumar á þessum slóðum.

Hnúðlaxastofnar á norðurslóðum eru tveir. Annar stofninn er fullvaxta árin sem ber upp á oddatölu og er það sá stofn sem hefur verið að auka útbreiðslu sína hratt síðustu ár. Lífsferill hnúðlaxins er tvö ár. Annar stofn er einnig til og nær hann fullum vexti árin sem bera upp á slétta tölu, eins og í sumar. Vaxandi áhyggjur eru af því að sá stofn sé einnig að sækja í veðrið. 

Veiðimenn í Norður-Noregi sem Sporðaköst hafa verið í sambandi við hafa af þessu miklar áhyggjur. En sem komið eru þetta bara áhyggjur og verða vonandi ekkert meira en það. 

Þessar fréttir frá nyrstu svæðum Skotlands benda til þess með afgerandi hætti að hnúðlaxinn er kominn til að vera. Búast má við umtalsverðri aukningu þessa nýbúa næsta sumar.

Hér er gripið niður í Sporðakastaspjallið þegar rætt eru um hnúðlaxinn. Þáttinn í heild sinni má finna inni á Sporðakastasíðunni hér á mbl.is en hann var birtur 1. apríl í tilefni af því að nýtt veiðitímabil hófst. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert