Merkja hundruð birtinga á Vatnamótasvæði

Sveinbjörn Sveinsson frá Múlakoti heldur hér á stórum birtingi sem …
Sveinbjörn Sveinsson frá Múlakoti heldur hér á stórum birtingi sem búið er að merkja. Rauðleitt slöngumerkið sést vel við bakuggann á birtingnum. Ljósmynd/Fish Partner

Metnaðarfullt merkinga verkefni er hafið á sjóbirtingi í Vatnamótum í Vestur–Skaftafellssýslu. Það er rannsóknarfyrirtækið Laxfiskar ehf og leigutaki svæðisins Fish Partner sem standa að verkefninu. Ætlunin er að merkja þrjú hundruð sjóbirtinga í Vatnamótum og á vatnasvæði Skaftár.

„Það eru ýmsar kenningar um að sjóbirtingurinn þvælist á milli áa á svæðinu. Það hefur hins vegar ekki verið rannsakað og við viljum varpa ljósi á þetta. Vatnamótin eru kjör staður til að merkja. Þau eru eins konar umferðarmistöð fyrir svæðið. Vatnamótin eru fyrsta eða síðasta stoppistöð fyrir fiskinn sem er að ganga upp eða niður í hliðarár á svæðinu. Þetta er mjög mikilvæg staðsetning og þarna fara um allir stofnar sem eru á svæðinu. Við erum að tala um Tungulæk, Geirlandsá, Stjórn, Þverá, Rauðá, Fossála, Hörgsá, Syrði–ál og fleiri svæði að ógleymdri Skaftánni sjálfri,“ upplýsir Kristján Páll Rafnsson hjá Fish Partner þegar hann er spurður út í verkefnið.

Dæmigert slöngumerki í þessu verkefni. Þau eru merkt Laxfiskum og …
Dæmigert slöngumerki í þessu verkefni. Þau eru merkt Laxfiskum og svo er hvert merki með númeri. Best er að taka mynd af merkinu og mæla svo lengd fisksins og senda á Fish Partner eða Laxfiska. Ljósmynd/Fish Partner

„Þetta er svæði sem ég hef alltaf haft miklar taugar til. Ég held að þessar merkingar muni brjóta ákveðið blað. Þarna hefur ekki verið merkt áður og ég tel að menn muni í gegnum þetta verkefni sjá hvað skiptir miklu máli að fiskurinn fái að fara sína leið á heimaslóðir. Það munu svo margir njóta góðs af þeim upplýsingum sem þarna safnast vonandi með merkingum á þessa mikla umferðarsvæði sjóbirtings,“ sagði Jóhannes Sturlaugsson eigandi Laxfiska, aðspurður um verkefnið.

Haldið frá landi eftir sleppingu og merkingu. Spennandi verður að …
Haldið frá landi eftir sleppingu og merkingu. Spennandi verður að sjá hvar þessi veiðist næst. Ljósmynd/Fish Partner

Hann segir spennandi að sjá ferðalag til dæmis geldfiskanna. Þeir eru að ferðast nokkrum sinnum til sjávar áður en þeir verða kynþroska. Áhugavert verði að sjá hvert þeir fara og þekkt sé að þeir geti flakkað töluvert á þessum tíma fyrir kynþroska. Yfirleitt leiti svo þessar fiskar á heimaslóðir þegar kemur að hrygningu.

Jóhannes Sturlaugsson hefur áður tekið þátt í merkingum á sjóbirtingum í Skaftafellssýslu. Hann merkti mikið magn fiska bæði í Tungulæk og Grenlæk í gamla daga, eins og hann kallar að. Árið 2009 merkti hann tuttugu sentímetra sjóbirting. „Þessi fiskur út Tungulæk veiddist í Vatnamótunum sumarið 2017 og var þá orðinn risavaxinn, mig minnir áttatíu sentímetrar og átta kíló. Þetta var mjög merkilegt því þessi slöngumerki vaxa úr fiskholdinu en þessi fiskur var enn með merkið í sér og hann hafði líka verið örmerktur. Þetta skilaði merkilegum gögnum og ég held einmitt að þetta verkefni geti skilað afar merkilegum gögnum."

Öll merki eru skráð ásamt upplýsingum um fiskinn og veiðistað.
Öll merki eru skráð ásamt upplýsingum um fiskinn og veiðistað. Ljósmynd/Maros

Merkingar eru þegar hafnar og eru Kristján og félagar búnir að merkja tugi birtinga á svæðinu og stefna að því í þessum fasa að merkja um þrjú hundruð fiska á svæðinu á þessu ári. Merkingar eru ekki einskorðaðar við sjóbirting og merkja þeir alla fiska sem þeir veiða, óháð tegund eða stærð.

„Ég vil endilega hvetja alla veiðimenn sem verða við veiðar á svæðinu og fá fisk með slöngumerki að þeir taki niður númerið, eða taki bara mynd af því og mæli lengd fisksins. Við værum afar þakklátir ef menn sendu þær upplýsingar á annað hvort Fish Partner eða Jóhannes hjá Laxfiskum svo við getum safnað þessum upplýsingum um för fiskanna," sagði Kristján Páll. Hann vill jafnframt hvetja veiðimenn að sleppa þessum fiskum þó svo að þeir veiðist á svæðum þar sem heimilt er að drepa fisk.

Jóhannes Sturlaugsson merkti sjóbirtinga í Tungulæk, hér á árum áður. …
Jóhannes Sturlaugsson merkti sjóbirtinga í Tungulæk, hér á árum áður. Hann segir þetta verkefni mjög spennandi. Ljósmynd/Laxfiskar

Slöngumerkin eru í nokkrum litum. Blá, græn og rauðleit og eru merkt Laxfiskum og þar að auki er númer á hverju merki. Búast má við upplýsingum úr þessu verkefni strax í haust þegar hinir merktu fiskar ganga á ný úr sjó.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert