Sex tilboð bárust í Laxá í Leirársveit

Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Þetta …
Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Þetta er án efa einn þekktasti veiðistaðurinn í Laxá. Sex tilboð bárust í veiðiréttinn en ekki hefur upplýst hverjir buðu og hversu mikið. laxaileir.is

Sex aðilar skiluðu inn tilboðum í veiðirétt í Laxá í Leirársveit. Tilboðin voru opnuð í veiðihúsinu við Laxá á þriðja tímanum í dag. Þrettán einstaklingar og fyrirtæki höfðu óskað eftir útboðsgögnum frá veiðifélaginu.

Hallfreður Vilhjálmsson, bóndi á Kambshóli í Svínadal og fyrrverandi formaður Veiðifélags Laxár í Leirársveit staðfesti í samtali við Sporðaköst að tilboðin hefðu verið opnuð klukkan hálf þrjú í dag eins og auglýst var í útboðsgögnum.

Óskað var eftir tilboðum í allan veiðirétt félagsins á vatnasvæði Laxár í Leirársveit og Svínadal fyrir veiðitímabil áranna 2023 til 2027 að báðum árum meðtöldum. Þar með var óskað eftir tilboðum í vötnin þrjú sem Laxá kemur úr, Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni. Loks eru Selós og Þverá hluti af veiðisvæðinu og er ein stöng leyfð í hvorri á. 

Hallfreður er umsjónarmaður með útboðinu fyrir hönd veiðifélagsins. Hann sagði að eitthvað hefði verið um fráviks tilboð af hálfu þeirra sex aðila sem gerðu tilboð í veiðiréttinn. En heimillt var að bjóða í einstaka hluta.

„Farvegurinn er sá núna að stjórn veiðifélagsins tekur sér nokkra daga til að fara yfir tilboðin og svo verður kallaður saman félagsfundur. Við erum að áætla að þetta ferli taki að lágmarki þrjár vikur.“

Hallfreður sagðist ekki vilja gefa upp á þessari stundu hverjir buðu eða hvaða upphæðir komu fram. Hann vísaði þar til trúnaðar og sagði að stjórn félagsins myndi upplýsa um þetta þegar betur væri búið að meta innsend tilboð.

En hvað segir þú um það sem blasir við. Ertu ánægður með þau tilboð sem bárust?

„Ég held að það hafi verið almenn ánægja hjá stjórn og þeim sem stóðu að þessu. Menn voru eftir því sem ég best veit ánægðir með niðurstöðuna.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert