Nýtir hverja stund til að hnýta flugur

Einbeittur í aftursætinu að hnýta á leið í sauðburð. Hilmar …
Einbeittur í aftursætinu að hnýta á leið í sauðburð. Hilmar Þór Sigurjónsson notar hverja stund fyrir fluguhnýtingar. Hann viðurkennir að þetta hafi verið pínu erfitt en hann hnýtti fimm flugur á leiðinni. Ljósmynd/HÞS

Að vera með veiðidellu á lokastigi er bæði gæfa og á stundum kross að bera. Hann Hilmar Þór Sigurjónsson er svo sannarlega heltekinn af veiðibakteríunni. Hann er, þrátt fyrir að vera bara tólf ára gamall, orðinn liðtækur fluguhnýtari. Hann nýtir líka hverja stund sem gefst fyrir þá iðju.

Hilmar var í gær á leið í sauðburð. Hann ákvað að nota tímann sem ferðalagið tók og hnýtti flugur í aftursætinu á leiðinni. „Já. Ég hef oft hnýtt í bílnum þegar við erum að veiða en nú fannst mér bara fínt að nota tímann á leiðinni,“ sagði Hilmar Þór í samtali við Sporðaköst.

Veitt á Kárastöðum í vor í Þingvallavatni. Þar missti Hilmar …
Veitt á Kárastöðum í vor í Þingvallavatni. Þar missti Hilmar stærsta fisk sem hann hefur sett í. Ljósmynd/JSÞ

„Það var pínu hristingur og þetta var smá erfitt en ég náði að hnýta fimm flugur á leiðinni. Ef ég er í veiðitúr þá tek ég alltaf græjurnar með og hnýti í pásunum. En þetta gekk alveg allt í lagi. Ég hnýtti skáskorinn Skugga og fleiri.“

Hilmar hefur farið töluvert mikið að veiða í vor en hefði alveg viljað fara oftar. Hann er búinn að fara í Fossálana, og tvisvar á Kárastaði í Þingvallavatni. Heppnin hefur ekki alveg verið honum í vor. Fossálar voru í miklum vexti þegar hann var þar og hann missti fjóra fiska en missti þá alla.

Sömu sögu er að segja af Varmá þegar hann Maros Zatko bauð honum með í veiði þangað. „Við lentum bara í algjöru kakói,“ sagði Hilmar. Hann segist búinn að missa allt of mikið í vor.

Hilmar Þór með flotta bleikja úr Köldukvísl sem hann veiddi …
Hilmar Þór með flotta bleikja úr Köldukvísl sem hann veiddi í fyrra. Ljósmynd/HÞS

Á Kárastöðum lenti hann í ævintýri með Jakobi Sindra. „Ég missti risa stóran fisk á Kárastöðum. Jakob Sindri hélt að þetta væri fiskur sem hefði verið hundrað sentímetrar. Ég var ekki mjög lengi með hann en þetta var bara, niður, niður og rosa þungt. Svo missti ég þrjá aðra en þeir voru bara svona venjulegir,“ sagði Hilmar Þór.

Framundan er svo ferð í Villingavatn eftir nokkra daga og er hann mjög spenntur yfir þeirri ferð. 

Ertu alveg að drepast úr veiðidellu?

„Já. Mig langar að fara að veiða alla daga. Annað hvort er ég að veiða eða að hnýta flugur. Alla daga.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert