Fyrstu laxarnir sáust í Laxá í Kjós skömmu eftir kvöldmat í kvöld. Það var Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður sem sá þá og staðfesti við Sporðaköst að hann hefði séð tvo nýrunna fiska. á bilinu átta til tíu pund.
„Þeir lágu utan í grjóti neðarlega í Laxfossi að sunnanverðu,“ sagði Sigurberg. Hann sendi mynd til staðfestingar og þar sjást báðir fiskarnir. Við birtum hér skjáskot af Laxfossi að sunnan og þar sést annar þeirra greinilega, þar sem rauði hringurinn er. Nokkur snjóbráð er í Kjósinni og aðeins litur, þannig að erfitt er að greina laxinn.
Sigurberg sendi okkur myndband sem hann tók upp á síma og þar staðfestist að laxinn er mættur.
Þetta er hefðbundinn tími þar sem fyrstu laxarnir sjást, en Haraldur Eiríksson leigutaki sagði í samtali við Sporðaköst fyrr í mánuðinum að búast mætti við þeim fyrstu 23. til 24. maí.
Fyrstu laxarnir sjást oftast í Kvíslarfossi eða í Laxfossi eins og nú er raunin. Veiðimenn geta nú andað léttar. Hann er mættur. (Staðfest.)
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |