Mikil óvissa ríkir um hvort mögulegt verður að framfylgja því blýbanni sem setja átti í Evrópu og þar með talið á Íslandi þegar kemur að skotfærum. Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið tilkynnti að slíkt bann tæki gildi 15. febrúar á næsta ári. Nú er málið hins vegar í miklu uppnámi í herbúðum Evrópusambandsins eftir málsmeðferð umboðsmanns Evrópusambandsins.
Umboðsmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að handvömm hafi átt sér stað þegar bann við blýi á votlendissvæðum var til umfjöllunar hjá Efnastofnun Evrópu (ECHA). Að sama skapi er málsmeðferð harðlega gagnrýnd þegar algert blýbann var til umfjöllunar. The European Food Safety Authority (EFSA) skilaði ekki gögnum til Evrópusamtaka skotveiðimanna (FACE) sem notuð voru til ákvarðanatöku og því fengu gögnin því ekki eðlilega rýni frá hagsmunaðilum. FACE kærði vinnubrögðin til skrifstofu umboðsmanns Evrópusambandsins og hefur nú óskað eftir því að bæði málin verði opnuð á ný svo þau geti fengið eðlilega og sanngjarna umfjöllun, eftir að embætti umboðsmanns Evrópusambandsins gaf út sýna gagnrýni.
„Niðurstaðan er mikill álitshnekkir fyrir stjórnsýslu ESB og grefur undan þeim trúverðugleika að slík bönn séu unnin á faglegan hátt. Gögn eiga að vera aðgengileg svo hagaðilar geti gert athugasemdir við þau og leiðrétt ef eitthvað er vitlaust með farið. Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu ,varðandi bann við votlendi, að sérfræðinganefndin sem lagði það til hefði beitt þrýstingi til að fá bannið samþykkt. Það samræmist ekki hlutverki ráðgjafanefnda og er litið mjög alvarlegum augum," sagði Áki Ármann Jónsson, líffræðingur og formaður Skotveiðifélags Íslands, SKOTVÍS í samtali við mbl.is.
Áki gagnrýndi á sínum tíma að þegar blýbannið var innleitt gerðist það án nokkurrar kynningar eða samráðs við hagaðila.
Ljóst er að málið er í uppnámi en óljóst hvað gerist næst og hvort þessi reglugerð sem innleiddi bannið verði látin standa.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |